FAGLAUSN

Aðaluppdrættir og sérteiknignar

Aðaluppdrættir

Aðaluppdráttur segir hvað á að gera.

Hönnun og gerð aðaluppdrátta af umræddu verki og útfrá valinni tillögu, með þeim
sérteikningum sem nauðsynlegar eru á þeim tíma til að sýna framá hvernig framkvæmd
uppfyllir kröfur sem gerðar eru til mannvirkja af tilgreindri gerð.
Aðaluppdrættir eru yfirleitt í mælikvarða 1:100 og 1:500 (afstöðumynd)

Séruppdrættir og aðrir uppdrættir

Séruppdrættir sýnir hvernig á að gera.

Séruppdráttur er uppdráttur sem sýnir m.a. útfærslu einstakra byggingar- og
mannvirkjahluta og tæknibúnaðar og skipulag lóða, ásamt tilvísunum í staðla um efniskröfur
og annað sem þarf til að fullgera mannvirki að utan og innan.
Séruppdrættir eru yfirleitt í mælikvarða 1:50 og 1:10

Uppdrættir af breytingum

Breytingauppdrættir eru aðaluppdrættir og séruppdrættir eftir umfangi verks.

Þegar sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á mannvirki skal á aðaluppdráttum gera
nákvæma grein fyrir breytingum í texta sem ritaður er á uppdráttinn ásamt dagsetningu.
Heimilt er að láta fylgja með umsókn aukaeintak af uppdrætti þar sem breytingar eru
sérstaklega afmarkaðar með strikalínu. Slíkur uppdráttur er þá fylgiskjal.

Hafa samband