English
Dansk

Ráðgjöf – Hönnun – Úttektir – Verkstjórnun

Ástandsskoðun

Ástand fasteigna er misjafnt eins og þær eru margar. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir ástandi eignar, svo hægt sé að meta kostnað og tíma fyrir áætlaðar framkvæmdir.

Áður en gerðar eru endurbætur á eldri fasteignum er mikilvægt að eigandi geri sér grein fyrir heildarástandi eignar. Oftar en ekki er farið í umtalsverðar endurbætur án þess að fasteign hefi verið metin í heild sinni og er það mjög algengt að byrjað sé á röngum enda og fyrir vikið verða endurbætur umfangsmeiri og dýrari en þörf var á.

Þessu tekur Faglausn ekki þátt í, heldur skoðar hlutina áður en byrjað er.

Ástandsskoðunin getur verið allt frá stuttri heimsókn í ítarlega skýrslu, allt eftir óskum og þörfum viðskiptavinar hverju sinni.

Ástandsskoðun er gerð svo að þú gerir þér grein fyrir ástandi eignar þinnar, getir séð hvað þarf að gera næstu árin og metið kostnað og tíma fyrir yfirvofandi framkvæmdir. Ástandsskoðun er góð fjárfesting.

Faglausn hefur víðtæka þekkingu á sviði ástandsmats og hefur unnið við húsaskoðanir af ýmsu tagi s.l. ár. Faglausn sér m.a. um tjónamat og áhættuskoðanir fyrir Vátryggingafélag Íslands.

Meðal þess sem við horfum til þegar ástand er metið er eftirfarandi:

Þak

 • Tæring
 • Öndun
 • Sveppir
 • Raki
 • Þéttleiki

Veggir

 • Sprungur
 • Kuldaleiðni
 • Leki
 • Einangrun

Gluggar

 • Gler
 • Frágangur í vegg
 • Þéttleiki
 • Einangrunargildi

Lagnir

 • Aldur
 • Tæring
 • Frágangur