English
Dansk

Ráðgjöf – Hönnun – Úttektir – Verkstjórnun

Verkefnastjórnun

Faglausn stýrir allt frá litlum verkum yfir í stór mannvirki. Meðal minni verka sem Faglausn hefur unnið má nefna endurbætur, viðhald og sólpalla en meðal stærri verka má nefna brúarsmíði, hótelbyggingar og frystihús.

Lögð er áhersla á að verkkaupi hafi ávallt ákvörðunarvald sama hvers eðlis verkið er.

Faglausn stýrir verkefnum með hag verkkaupa að leiðarljósi og tryggir með reglubundnum fundum að verkkaupi sé upplýstur um  framgang verkefnis.

Eftirlit

Faglausn sér um eftirlit fyrir verkkaupa/verktaka, situr verkfundi og rýnifundi, heldur utan um framvindu verks og gætir almenns aðhalds, samþykkir reikninga ofl.

Efnisútvegun

Efnisútvegun getur fallið undir almenna verkefnastjórnun. Faglausn leitar hagstæðustu verða og tekur um leið tillit til gæða. Faglausn hagar innkaupum þannig að engir milliliðir séu.