English
Dansk

Ráðgjöf – Hönnun – Úttektir – Verkstjórnun

Áætlanir

Faglausn gerir allar áætlanir fyrir framkvæmdina þína:


Gerð áætlana er mikilvægur þáttur í að átta sig á umfangi, kostnaði og tíma verks. Markvissar og ígrundaðar áætlanir skila betri framkvæmd og er því mun skynsamlegri leið en að láta vaða í verkið án þess að hugsa málið.

Faglausn hefur víðtæka þekkingu á þessu sviði og aðstoðar þig við að gera þær áætlanir sem á þarf að halda.

Kostnaðaráætlanir

Heildarframkvæmdin er hlutuð niður í staka verkhluta þar sem kostnaður er metinn. Kostnaðaráætlun er mikilvægt tæki til að fylgja framkvæmdinni eftir og til að hafa auga með kostnaði. Vönduð kostnaðaráætlun gerir þér kleift að grípa inn í tímanlega sé framkvæmd að skríða fram úr áætluðum kostnaði. Faglausn styðst við kostnaðaráætlanir í allri verkefnastjórnun og eftirliti.

Verkáætlanir

Það er ekki síður mikilvægt að tímarammi framkvæmda haldist eins og lagt var upp með. Faglausn gerir raunhæfa verkáætlun með þér og fylgir verkinu eftir samkvæmt henni. Tíminn er jú dýrmætur og kostar líka pening.

Matsáætlanir fyrir umfang framkvæmda

Að meta umfang framkvæmdanna með ítarlegri matsáætlun getur tryggt verkinu öruggan og réttan farveg. Faglausn áætlar og metur meðal annars eftirfarandi þætti:

  • Hvert er umfang framkvæmdar?
  • Hvað koma margir menn að verkinu?
  • Hvernig tæki þurfa að komast að?
  • Þarf að taka tillit til veðurs vegna hífinga eða þaks?
  • Þarf að fylgja reglum Vinnueftirlitsins?
  • Þarf að skila inn öryggisáætlun?