English
Dansk

Ráðgjöf – Hönnun – Úttektir – Verkstjórnun

Ráðgjöf

Faglausn veitir alla almenna ráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar:

Mat á eðli framkvæmda

Faglausn aðstoðar þig við að gera þér grein fyrir eðli framkvæmdanna, umfangi þeirra og mikilvægi. Lögð er áhersla á að hlutirnir séu unnir í réttri röð og viðskiptavinurinn fái heildstæða mynd af verkefninu áður en hann leggur af stað.

Meðal þess sem er skoðað og metið er eftirfarandi:

  • Hvers lags viðhald er um að ræða?
  • Þarf að gera breytingar og hvers eðlis eru þær?
  • Er um nýframkvæmdir að ræða?
  • Er framkvæmdin tímabær?
  • Þarf að gera eitthvað annað á undan?
  • Eru fleiri en einn eignaraðili?

Útvegun leyfa, umsókna og umsagna

Faglausn gerir þér ljóst í hvaða farveg framkvæmdin þarf að fara og hvort hún sé leyfisskyld, hvernig umsóknum skuli háttað og hvort leita þurfi umsagna. Gott samstarf við rétta aðila er tryggt og verkefninu stýrt í rétta átt.

Mikill tími og fjármagn getur farið í súginn sé ekki gáð nægilega vel að þessum hlutum:

  • Er framkvæmdin leyfisskyld?
  • Hvað þarf að gera til að fá framkvæmdaleyfi/byggingarleyfi?
  • Þarf að leita umsagna frá grenndaraðilum eða stofnunum?

Gerð samninga

Að leggja ákveðið verk í hendur verktaka getur verið ávísun á að missa yfirsýn yfir verkið og umfang þess. Faglausn leggur áherslu á að gerðir séu samningar milli verktaka og verkkaupa og tryggir þannig að allir stefni að sama markmiði. Láttu Faglausn sjá um samningana og tryggðu að þeim sé fylgt eftir allt til enda framkvæmda.