Eigandi
Byggingarfræðingur
849-8966
Ferilskrá
Byggingartæknifræðingur
844-7677
Ferilskrá
Almar Eggertsson nam byggingafræði Í Danmörku en hann er einnig menntaður húsasmiður og löggildur hönnuður. Hann stofnaði fyrirtækið Faglausn árið 2006 og er framkvæmdarstjóri þess. Faglausn sérhæfir sig í ráðgjöf og hönnun. Almar var eini starfsmaður Faglausnar til margra ára og byggði upp tengsl við viðskiptavini. Árið 2015 fékk Almar til sín starfsmann í hlutastarf, naglann Knút Emil Jónasson, smið og byggingafræðing. Knútur var kominn í fullt starf innan skamms tíma og eiga þeir Faglausn saman að jöfnum hlut í dag.
Vorið 2018 réði Faglausn Helgu Sveinbjörnsdóttur, tækniteiknara til stafa í 75% starf og Þórsteinunn Rut Sigurðardóttir er bókari Faglausnar.
Almar flutti til Danmerkur haustið 2018 og vinnur þar að verkefnum Faglausnar. Nú nýverið stofnaði Almar Fagløsning.
Árið 2022 stækkaði Faglausn við sig og réði til sín tvo starfsmenn, annarsvegar Ævar Guðmundsson byggingartæknifræðingur í fullu starfi á skrifstofu Faglausnar á Akureyri, og sumarstarfsmanninn Zakaría Soualem, nemandi í umhverfis og byggingarverkfræði í sumarvinnu á skrifstofu Faglausnar á Húsavík
Verkefni Faglausnar hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Eitt stærsta verkefni Faglausnar er líklega slökkvistöðin sem risin er við Norðurgarð 5 á Húsavík. Einnig má nefna útsýnispall á Langanesi, nokkur einbýlishús á Húsavík, einhver verkefni í fiskiðnaði hjá Ísfélaginu Vestmannaeyja á Þórshöfn. Faglausn hannaði einnig breytingar á Flókahúsi á Hafnarstétt og sér um allt tjónamat fyrir tryggingafélagið VÍS.
Endilega fylgist síðan með okkur á samfélagsmiðlum á https://www.facebook.com/faglausn.is og https://www.instagram.com/faglausn/
Faglausn er til húsa í Garðarsbraut 18A, 640, Húsavík og skipgötu 16, 2. hæð, 600, Akureyri