FAGLAUSN

Um okkur

Almar Eggertsson

Húsasmíðameistari
Byggingarfræðingur

Knútur Emil Jónasson

Húsasmíðameistari
Byggingarfræðingur

Helga Sveinbjörnsdóttir

Tækniteiknari

Almar Eggertsson nam byggingafræði Í Danmörku en hann er einnig menntaður húsasmiður og löggildur hönnuður. Hann stofnaði fyrirtækið Faglausn árið 2006 og er framkvæmdarstjóri þess. Faglausn sérhæfir sig í ráðgjöf og hönnun. Almar var eini starfsmaður Faglausnar til margra ára og byggði upp tengsl við viðskiptavini. Árið 2015 fékk Almar til sín starfsmann í hlutastarf, naglann Knút Emil Jónasson, smið og byggingafræðing. Knútur var kominn í fullt starf innan skamms tíma og eiga þeir Faglausn saman að jöfnum hlut í dag.

Vorið 2018 réði Almar Helgu Sveinbjörnsdóttur, tækniteiknara til stafa í 50% starf og Þórsteinunn Rut Sigurðardóttir er bókari Faglausnar.
Almar flutti til Danmerkur haustið 2018 og vinnur þar að verkefnum Faglausnar. Nú nýverið stofnaði Almar Fagløsning.

Verkefni Faglausnar hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Eitt stærsta verkefni Faglausnar er líklega slökkvistöðin sem risin er við Norðurgarð 5 á Húsavík. Einnig má nefna útsýnispall á Langanesi, nokkur einbýlishús á Húsavík, einhver verkefni í fiskiðnaði hjá Ísfélaginu Vestmannaeyja á Þórshöfn. Faglausn hannaði einnig breytingar á Flókahúsi á Hafnarstétt og sér um allt tjónamat fyrir tryggingafélagið VÍS.

Faglausn er til húsa í Garðari, Garðarsbraut 5, 2.hæð, 640 Húsavík.

Hafa samband