Author: Faglausn
Útsýnispallur við Hafnartanga á Bakkafirð, talsverð uppbygging er nú á Bakkafirði, hús hafa verið endurbætt og má segja að bærinn sé að breyta um svip. Þar starfa nú tvær fiskvinnslur og Hafnartanginn er að breytast í aðlaðandi útsýnisstað og sælureit.
Hér má sjá pallinn í uppbyggingu
Slökkvistöð og aðstaða hafna á Húsavík.
Norðurgarður 5
Verkið fól í sér heildarhönnun ásamt gerð útboðsgagna. Unnið var þétt saman með
slökkvistjórum og fulltrúum Norðurþings við hönnun mannvirkisins. Mannvirkið er hannað
til að sinna öllum þörfum slökkviliðs ásamt að vera starfsstöð fyrir hafnir Norðurþings.
Slökkvistöð Norðurþings er gott dæmi um vel heppnað iðnaðarhúsnæði með steinsteyptum
mannvistarhluta sem er um leið inngangur ásamt flottum fronti.
Skrifstofa og aðstöðuhús hvalaskoðunarfyrirtækissins Gentle Giants á Húsavík.
Hafnarstétt 5
Verkið fól í sér algera endurgerð hússins ásamt umfangsmiklum útlitsbreytingum.
Húsið var einhalla verksmiðjuhúsnæði, en var breytt í mænisþak til samræmis við
skipulagsskilmála hafnarsvæðis.
Áskorunin var mikil og var unnið þétt saman með eiganda hússins Gentle Giantas.
Breytingarnar sem gerðar voru er eitt af þeim verkum sem við erum hvað stoltust af og er
hægt að segja að framkvæmdin hafi heppnast í alla staði.
Á Þórshöfn
Faglausn hefur unnið við hinar ýmsu viðbygging og breytingar á mannvirkjum Ísfélags
Vestmannaeyja á Þórshöfn í gegnum árin.
Viðbygging við móttöku og fiskvinnslu við suðurgarð er nýjasta verkefnið, þar sem Faglausn
sá um alla hönnun og verkefnastjórnun, frá A-Ö.
Um er að ræða um 60m langa og 8 breiða bygging sem byggð var framan á núverandi hús.
Nýframkvæmdir
Standi til að fara í nýframkvæmdir er ekkert mikilvægara en yfirsýn yfir það sem gera þarf.
Leyfismál og skipulag, hvað rúmast innan skipulagsskilmála, þarf að útfæra hugmyndina á
annan hátt ? Í hvaða umsagnarferli þarf hugmyndin að fara í og hvaða kröfur gilda almennt ?
Viðhaldsframkvæmdir
Viðhaldsframkvæmdir geta verið að ýmsum toga allt frá því að setja ný gólfefni eða hreinsa
allt út og breyta notkun mannvirkis. Val á efnum og útfærslum getur haft mikil áhrif á
kostnað. Markmiðið er að ná réttum gæðum í húsið. Mikilvægt er að klára hönnun og
útfærslur eins og hægt er áður en framkvæmdir hefjast, til að einfalda verkstjórn.
Viðbyggingar og breytingar
Auðvitað kemur ýmislegt í ljós á verkferlinum, eitthvað reynist ekki eins og lagt var upp með,
raki undir gólfi, léleg einangrun, eða tækifæri til að ná fram enn meiri nýjum gæðum en
stefnt var að. Sumar breytingar þurfa til skipulagsyfirvöld að fjalla um, og þá er gott að byrja
á einfaldri útsetningu hugmyndar til að fá þá umsögn áður en lengra er haldið.
Útboð
Gerð verklýsinga, magntaka og kostnaðaráætlun. Í kjölfarið gerð útboðsgagna eða
verðkönnunargagna, þ.e. útboðs- og verkskilmála, verklýsinga og að bjóða verkið út ásamt
því að yfirfara útboð gera athugun á tilboðum og ganga frá samningi milli verkkaupa og
verktaka.
Verksamningar
Verksamningur milli verkkaupa og verktaka fyrirbyggir ágreining um umfang og uppgjör
verka. Hvað vinna skal, hugsanleg aukaverk og fleira sem getur komið upp.
Samningar við byrgja og söluaðila
Við leggjum mikið upp úr því að verk gangi sem hnökralausast gegnum allt verkferlið. Hluti af
því er að semja við hina ýmsu birgja og söluaðila og gildir það frá kaupum á vöru og eins um
flutning og afhendingu.
Mikilvægt er að gera sem bestan samning við viðkomandi, hvað varðar gæði, verð og
afhendingu vara.
Byggingarstjórnun
Eigandi ver ábyrgð á því að bygging mannvirkis sé í samræmi við lög.
Hann framselur þá ábyrgð til byggingarstjóra, sem framkvæmir lögboðið eftirlit og sinnir
hagsmunum eiganda við framkvæmd. Óheimilt er að veita byggingarleyfi fyrir leyfisskildri
framkvæmd fyrr en eigandi hefur ráðið sér byggingarstjóra.
Kafli 2.7. Byggingarreglugerð 112/2012 m.áorðn.breytingum.
Faglausn hefur yfir að ráða aðilum með starfsleyfi byggingarstjóra og getur því tekið slíkt að
sér, og verið faglegur fulltrúi eiganda og starfað í umboði hans.
Verkeftirlit
Faglausn tekur að sér verkeftirlit. Það er er reglubundið eftirlit á verkstað ásamt reglulegum
verkfundum með verktökum og eiganda eða umboðsmanni hans. Slíkt er útfært í samráði
við eiganda í upphafi verks.
Verkumsjón / verkstjórnun
Faglausn tekur að sér alhliða verkumsjón og verkstjórnun, haft til hliðsjónar tímaáætlun og
verksamningar eftir því sem við á. Einnig efnisútvegun og tilboðsöflun vegna efnsikaupa
eftir því sem við á.
Þarfagreining og húsgerð / form
Að byggja sér hús er gaman, og miklu mál skiptir að húseigandi geti tekið meðvitaða
ákvörðun um þau gæði sem eru í boði.
Faglausn aðstoðar við samantekt á þörfum og óskum verkkaupa og nýtingarmöguleika /
skipulagsskilmála lóða.
Hönnun felur í sér að hanna viðkomandi mannvirki fyrir verkkaupa eftir því sem við á og
fram kemur í samkomulagi aðila.
Hanna þarf mannvirki miðað við óskir verkkaupa, með þeim takmörkunum sem lög,
reglugerðir og byggingarskilmálar setja, svo og tæknilegar og faglegar kröfur.
Tillöguteikningar
Nauðsynlegt er að byrja á byrjuninni.
Faglausn hannar og setur fram tillögu eða fleiri tillögur, að húsgerð m.v. þarfagreiningu.
Vinna þarf einfaldar teikningar af einni til fleiri tillögum. Faglausn leggur sig fram um að
vinna náið með verkkaupa og vinna einföld gögn til að auðvelda ákvarðanatöku við
mannvirkjagerð.
Forhönnun
Í forhönnun er verkefnið farið að taka á sig áþreifanlegri mynd.
Fyrsta stig hönnunar eru efnisval, óskir verkkaupa og tillögur hönnuðar með þeim
takmörkunum sem lög, reglugerðir og byggingarskilmálar setja. E.t.v. kostnaðaráætlun, gerð
til samræmis valinni tillögu.
Aðaluppdrættir
Aðaluppdráttur segir hvað á að gera.
Hönnun og gerð aðaluppdrátta af umræddu verki og útfrá valinni tillögu, með þeim
sérteikningum sem nauðsynlegar eru á þeim tíma til að sýna framá hvernig framkvæmd
uppfyllir kröfur sem gerðar eru til mannvirkja af tilgreindri gerð.
Aðaluppdrættir eru yfirleitt í mælikvarða 1:100 og 1:500 (afstöðumynd)
Séruppdrættir og aðrir uppdrættir
Séruppdrættir sýnir hvernig á að gera.
Séruppdráttur er uppdráttur sem sýnir m.a. útfærslu einstakra byggingar- og
mannvirkjahluta og tæknibúnaðar og skipulag lóða, ásamt tilvísunum í staðla um efniskröfur
og annað sem þarf til að fullgera mannvirki að utan og innan.
Séruppdrættir eru yfirleitt í mælikvarða 1:50 og 1:10
Uppdrættir af breytingum
Breytingauppdrættir eru aðaluppdrættir og séruppdrættir eftir umfangi verks.
Þegar sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á mannvirki skal á aðaluppdráttum gera
nákvæma grein fyrir breytingum í texta sem ritaður er á uppdráttinn ásamt dagsetningu.
Heimilt er að láta fylgja með umsókn aukaeintak af uppdrætti þar sem breytingar eru
sérstaklega afmarkaðar með strikalínu. Slíkur uppdráttur er þá fylgiskjal.
Burðarvirkisuppdrættir
Burðarvirkisuppdrættir sýna hvernig mannvirki er fest saman og ber sig uppi.
Burðarvirkisuppdrættir skulu gefa heildaryfirlit í mælikvarða 1:50 og deili- og
hlutauppdrættir í mælikvarða 1:10 eða eftir því sem við á. Á burðarvirkisuppdráttum skal
gera nákvæma grein fyrir burðarvirkjum, öllum festingum og brunaskilum mannvirkis.
Lagnakerfauppdrættir
Lagnakerfauppdrættir sýna hvernig virkni er í mannvirki.
Á lagnakerfauppdráttum skal gera grein fyrir öllum lagnakerfum s.s. lögnum fyrir
neysluvatnskerfi, hitakerfi, kælikerfi, ketilkerfi, fráveitukerfi, loftræsikerfi, gufukerfi,
loftlagnakerfi, slökkvikerfi o.þ.h. Enn fremur af vökva-, olíu-, þrýsti-, gas- og raflögnum,
brunaviðvörunarkerfum og fjarskiptakerfum. Á þeim skal gera nákvæma grein fyrir
uppbyggingu, legu og frágangi lagna. Einnig skal á lagnakerfauppdráttum gerð grein fyrir
brunaþéttingum, bruna- og reyklokum og festingum.
Lagnakerfauppdrættir skulu vera í mælikvarða 1:50 og deili- og hlutateikningar í mælikvarða
eftir því sem við á.
Greinagerðir hönnuða
Hönnuðir skulu vinna greinargerðir vegna eftirfarandi hönnunarþátta hvers mannvirkis eftir
því sem við á og í samræmi við umfang og eðli verkefnisins.