Category: Framkvæmdir
Nýframkvæmdir
Standi til að fara í nýframkvæmdir er ekkert mikilvægara en yfirsýn yfir það sem gera þarf.
Leyfismál og skipulag, hvað rúmast innan skipulagsskilmála, þarf að útfæra hugmyndina á
annan hátt ? Í hvaða umsagnarferli þarf hugmyndin að fara í og hvaða kröfur gilda almennt ?
Viðhaldsframkvæmdir
Viðhaldsframkvæmdir geta verið að ýmsum toga allt frá því að setja ný gólfefni eða hreinsa
allt út og breyta notkun mannvirkis. Val á efnum og útfærslum getur haft mikil áhrif á
kostnað. Markmiðið er að ná réttum gæðum í húsið. Mikilvægt er að klára hönnun og
útfærslur eins og hægt er áður en framkvæmdir hefjast, til að einfalda verkstjórn.
Viðbyggingar og breytingar
Auðvitað kemur ýmislegt í ljós á verkferlinum, eitthvað reynist ekki eins og lagt var upp með,
raki undir gólfi, léleg einangrun, eða tækifæri til að ná fram enn meiri nýjum gæðum en
stefnt var að. Sumar breytingar þurfa til skipulagsyfirvöld að fjalla um, og þá er gott að byrja
á einfaldri útsetningu hugmyndar til að fá þá umsögn áður en lengra er haldið.
Útboð
Gerð verklýsinga, magntaka og kostnaðaráætlun. Í kjölfarið gerð útboðsgagna eða
verðkönnunargagna, þ.e. útboðs- og verkskilmála, verklýsinga og að bjóða verkið út ásamt
því að yfirfara útboð gera athugun á tilboðum og ganga frá samningi milli verkkaupa og
verktaka.
Verksamningar
Verksamningur milli verkkaupa og verktaka fyrirbyggir ágreining um umfang og uppgjör
verka. Hvað vinna skal, hugsanleg aukaverk og fleira sem getur komið upp.
Samningar við byrgja og söluaðila
Við leggjum mikið upp úr því að verk gangi sem hnökralausast gegnum allt verkferlið. Hluti af
því er að semja við hina ýmsu birgja og söluaðila og gildir það frá kaupum á vöru og eins um
flutning og afhendingu.
Mikilvægt er að gera sem bestan samning við viðkomandi, hvað varðar gæði, verð og
afhendingu vara.
Byggingarstjórnun
Eigandi ver ábyrgð á því að bygging mannvirkis sé í samræmi við lög.
Hann framselur þá ábyrgð til byggingarstjóra, sem framkvæmir lögboðið eftirlit og sinnir
hagsmunum eiganda við framkvæmd. Óheimilt er að veita byggingarleyfi fyrir leyfisskildri
framkvæmd fyrr en eigandi hefur ráðið sér byggingarstjóra.
Kafli 2.7. Byggingarreglugerð 112/2012 m.áorðn.breytingum.
Faglausn hefur yfir að ráða aðilum með starfsleyfi byggingarstjóra og getur því tekið slíkt að
sér, og verið faglegur fulltrúi eiganda og starfað í umboði hans.
Verkeftirlit
Faglausn tekur að sér verkeftirlit. Það er er reglubundið eftirlit á verkstað ásamt reglulegum
verkfundum með verktökum og eiganda eða umboðsmanni hans. Slíkt er útfært í samráði
við eiganda í upphafi verks.
Verkumsjón / verkstjórnun
Faglausn tekur að sér alhliða verkumsjón og verkstjórnun, haft til hliðsjónar tímaáætlun og
verksamningar eftir því sem við á. Einnig efnisútvegun og tilboðsöflun vegna efnsikaupa
eftir því sem við á.