FAGLAUSN

Hönnun

Þarfagreining og húsgerð / form

Að byggja sér hús er gaman, og miklu mál skiptir að húseigandi geti tekið meðvitaða
ákvörðun um þau gæði sem eru í boði.

Faglausn aðstoðar við samantekt á þörfum og óskum verkkaupa og nýtingarmöguleika /
skipulagsskilmála lóða.

Hönnun felur í sér að hanna viðkomandi mannvirki fyrir verkkaupa eftir því sem við á og
fram kemur í samkomulagi aðila.
Hanna þarf mannvirki miðað við óskir verkkaupa, með þeim takmörkunum sem lög,
reglugerðir og byggingarskilmálar setja, svo og tæknilegar og faglegar kröfur.

Tillöguteikningar

Nauðsynlegt er að byrja á byrjuninni.

Faglausn hannar og setur fram tillögu eða fleiri tillögur, að húsgerð m.v. þarfagreiningu.

Vinna þarf einfaldar teikningar af einni til fleiri tillögum. Faglausn leggur sig fram um að
vinna náið með verkkaupa og vinna einföld gögn til að auðvelda ákvarðanatöku við
mannvirkjagerð.

Forhönnun

Í forhönnun er verkefnið farið að taka á sig áþreifanlegri mynd.

Fyrsta stig hönnunar eru efnisval, óskir verkkaupa og tillögur hönnuðar með þeim
takmörkunum sem lög, reglugerðir og byggingarskilmálar setja. E.t.v. kostnaðaráætlun, gerð
til samræmis valinni tillögu.

FAGLAUSN

Aðaluppdrættir og sérteiknignar

Aðaluppdrættir

Aðaluppdráttur segir hvað á að gera.

Hönnun og gerð aðaluppdrátta af umræddu verki og útfrá valinni tillögu, með þeim
sérteikningum sem nauðsynlegar eru á þeim tíma til að sýna framá hvernig framkvæmd
uppfyllir kröfur sem gerðar eru til mannvirkja af tilgreindri gerð.
Aðaluppdrættir eru yfirleitt í mælikvarða 1:100 og 1:500 (afstöðumynd)

Séruppdrættir og aðrir uppdrættir

Séruppdrættir sýnir hvernig á að gera.

Séruppdráttur er uppdráttur sem sýnir m.a. útfærslu einstakra byggingar- og
mannvirkjahluta og tæknibúnaðar og skipulag lóða, ásamt tilvísunum í staðla um efniskröfur
og annað sem þarf til að fullgera mannvirki að utan og innan.
Séruppdrættir eru yfirleitt í mælikvarða 1:50 og 1:10

Uppdrættir af breytingum

Breytingauppdrættir eru aðaluppdrættir og séruppdrættir eftir umfangi verks.

Þegar sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á mannvirki skal á aðaluppdráttum gera
nákvæma grein fyrir breytingum í texta sem ritaður er á uppdráttinn ásamt dagsetningu.
Heimilt er að láta fylgja með umsókn aukaeintak af uppdrætti þar sem breytingar eru
sérstaklega afmarkaðar með strikalínu. Slíkur uppdráttur er þá fylgiskjal.

FAGLAUSN

Aðrir uppdrættir og greinagerðir

Burðarvirkisuppdrættir

Burðarvirkisuppdrættir sýna hvernig mannvirki er fest saman og ber sig uppi.

Burðarvirkisuppdrættir skulu gefa heildaryfirlit í mælikvarða 1:50 og deili- og
hlutauppdrættir í mælikvarða 1:10 eða eftir því sem við á. Á burðarvirkisuppdráttum skal
gera nákvæma grein fyrir burðarvirkjum, öllum festingum og brunaskilum mannvirkis.

Lagnakerfauppdrættir

Lagnakerfauppdrættir sýna hvernig virkni er í mannvirki.

Á lagnakerfauppdráttum skal gera grein fyrir öllum lagnakerfum s.s. lögnum fyrir
neysluvatnskerfi, hitakerfi, kælikerfi, ketilkerfi, fráveitukerfi, loftræsikerfi, gufukerfi,
loftlagnakerfi, slökkvikerfi o.þ.h. Enn fremur af vökva-, olíu-, þrýsti-, gas- og raflögnum,
brunaviðvörunarkerfum og fjarskiptakerfum. Á þeim skal gera nákvæma grein fyrir
uppbyggingu, legu og frágangi lagna. Einnig skal á lagnakerfauppdráttum gerð grein fyrir
brunaþéttingum, bruna- og reyklokum og festingum.
Lagnakerfauppdrættir skulu vera í mælikvarða 1:50 og deili- og hlutateikningar í mælikvarða
eftir því sem við á.

Greinagerðir hönnuða

Hönnuðir skulu vinna greinargerðir vegna eftirfarandi hönnunarþátta hvers mannvirkis eftir
því sem við á og í samræmi við umfang og eðli verkefnisins.

Hafa samband