FAGLAUSN

Útsýnispallur við Hafnartanga á Bakkafirði

Útsýnispallur við Hafnartanga á Bakkafirð, talsverð uppbygging er nú á Bakkafirði, hús hafa verið endurbætt og má segja að bærinn sé að breyta um svip. Þar starfa nú tvær fiskvinnslur og Hafnartanginn er að breytast í aðlaðandi útsýnisstað og sælureit.

Hér má sjá pallinn í uppbyggingu

FAGLAUSN

Slökkvistöð Húsavíkur

Slökkvistöð og aðstaða hafna á Húsavík.
Norðurgarður 5

Verkið fól í sér heildarhönnun ásamt gerð útboðsgagna. Unnið var þétt saman með
slökkvistjórum og fulltrúum Norðurþings við hönnun mannvirkisins. Mannvirkið er hannað
til að sinna öllum þörfum slökkviliðs ásamt að vera starfsstöð fyrir hafnir Norðurþings.

Slökkvistöð Norðurþings er gott dæmi um vel heppnað iðnaðarhúsnæði með steinsteyptum
mannvistarhluta sem er um leið inngangur ásamt flottum fronti.

FAGLAUSN

Flókahúsið

Skrifstofa og aðstöðuhús hvalaskoðunarfyrirtækissins Gentle Giants á Húsavík.
Hafnarstétt 5

Verkið fól í sér algera endurgerð hússins ásamt umfangsmiklum útlitsbreytingum.
Húsið var einhalla verksmiðjuhúsnæði, en var breytt í mænisþak til samræmis við
skipulagsskilmála hafnarsvæðis.

Áskorunin var mikil og var unnið þétt saman með eiganda hússins Gentle Giantas.
Breytingarnar sem gerðar voru er eitt af þeim verkum sem við erum hvað stoltust af og er
hægt að segja að framkvæmdin hafi heppnast í alla staði.

FAGLAUSN

Frystihús Vestmannaeyja

Á Þórshöfn
Faglausn hefur unnið við hinar ýmsu viðbygging og breytingar á mannvirkjum Ísfélags
Vestmannaeyja á Þórshöfn í gegnum árin.
Viðbygging við móttöku og fiskvinnslu við suðurgarð er nýjasta verkefnið, þar sem Faglausn
sá um alla hönnun og verkefnastjórnun, frá A-Ö.

Um er að ræða um 60m langa og 8 breiða bygging sem byggð var framan á núverandi hús.

Hafa samband