FAGLAUSN

Fyrstu skrefin

Fyrstu skrefin, umsóknir og leyfi

Byggingarleyfisumsókn

Leyfi skipulagsyfirvalda þarf fyrir byggingu, breytingu og rifi mannvirkja, samkvæmt
skilgreiningu byggingarreglugerðar.
Kafli 2.3. Byggingarreglugerð 112/2012 m.áorðn.breytingum.

Faglausn tekur að sér hönnun og hönnunarstjórn og aðstoðar við að útbúa teikningar og
gögn til að leggja fram með umsóknum til skipulagsyfirvalda / byggingarfulltrúa, m.a.
aðaluppdrætti, skráningartöflur og greinargerðir.

Stöðuleyfi

Sækja þarf um stöðuleyfi til skipulagsyfirvalda fyrir tímabundna stöðu lausafjármuna, sjá
skilgreiningu byggingarreglugerðar, ef ætlunin er að láta þá standa lengur en tvo mánuði
utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna.
Kafli 2.6. Byggingarreglugerð 112/2012 m.áorðn.breytingum.

Faglausn tekur að sér að að aðstoða við skilgreiningar og að útbúa nauðsynleg gögn til að
leggja fram með umsókn til skipulagsyfirvalda / byggingarfulltrúa.

Umsagnir, eldvarnareftirlits, vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlits.

Í ýmsum tilfellum þarf að leita umsagna utanaðkomandi aðila s.s. slökkviliðs,
heilbrigðiseftirlits, Vinnueftirlits ríkisins og Minjastofnunar Íslands.

Faglausn tekur að sér að útbúa gögn og vera í samskiptum við umsagnaraðila, m.a. með
framsetningu grunnmynd og afstöðumynda eftir þörfum og umfangi mála.
Þetta er til dæmis nauðsynlegt samhliða umsóknum um byggingar- og rekstrarleyfi.

Hafa samband