English
Dansk

Ráðgjöf – Hönnun – Úttektir – Verkstjórnun

Hönnun

Faglausn sinnir öllum þáttum mannvirkjahönnunar:


Áður en farið er af stað í einhvers konar framkvæmdir er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig mannvirkið ætti að líta út, úr hvernig efni það skuli byggt, hvernig verktíma skuli háttað og hver yrði mögulegur kostnaður.

Til að tryggja hámarks árangur leggur Faglausn á það áherslu að mannvirkið sé hannað með ofangreind atriði í huga áður en ráðist er í framkvæmdir. Slíkt skilar ódýrari og markvissari framkvæmdum.

Aðalteikningar

Faglausn tekur að sér gerð aðalteikninga sem þurfa að liggja fyrir ef framkvæmd er leyfisskyld. Faglausn leggur áherslu á að aðalteikningar séu í samræmi við gildandi skipulag, lög og reglur. Með góðri samvinnu hönnuða, verk- og tæknifræðinga er tryggð góð lokaniðurstaða.

Verkfræðiteikningar

Verkfræðiteikningar eru þær teikningar sem mest eru notaðar á vinnustaðnum eða við byggingu mannvirkis. Teikningar frá Faglausn eru vel yfirlesnar og þannig eru gæði þeirra hámörkuð. Hafir þú sérstakar óskir gerum við allt sem við getum til að uppfylla þær samhliða faglegri nálgun við verkefnið.

Teikning skipulags og deiliskipulags

Oft þarf að fara í skipulagsvinnu samhliða mannvirkjahönnun og snýr það oftast að deiliskipulagsvinnu. Faglausn vinnur með traustum aðilum í þeim efnum og tryggir að framkvæmdin sé vel skipulögð.