Að byggja sér hús er gaman, og miklu mál skiptir að húseigandi geti tekið meðvitaða
ákvörðun um þau gæði sem eru í boði.
Faglausn aðstoðar við samantekt á þörfum og óskum verkkaupa og nýtingarmöguleika /
skipulagsskilmála lóða.
Hönnun felur í sér að hanna viðkomandi mannvirki fyrir verkkaupa eftir því sem við á og
fram kemur í samkomulagi aðila.
Hanna þarf mannvirki miðað við óskir verkkaupa, með þeim takmörkunum sem lög,
reglugerðir og byggingarskilmálar setja, svo og tæknilegar og faglegar kröfur.
Nauðsynlegt er að byrja á byrjuninni.
Faglausn hannar og setur fram tillögu eða fleiri tillögur, að húsgerð m.v. þarfagreiningu.
Vinna þarf einfaldar teikningar af einni til fleiri tillögum. Faglausn leggur sig fram um að
vinna náið með verkkaupa og vinna einföld gögn til að auðvelda ákvarðanatöku við
mannvirkjagerð.
Í forhönnun er verkefnið farið að taka á sig áþreifanlegri mynd.
Fyrsta stig hönnunar eru efnisval, óskir verkkaupa og tillögur hönnuðar með þeim
takmörkunum sem lög, reglugerðir og byggingarskilmálar setja. E.t.v. kostnaðaráætlun, gerð
til samræmis valinni tillögu.