FAGLAUSN

Skoðanir

Fasteignaskoðanir

Faglausn framkvæmir fasteignaskoðanir á húsnæði, að innan sem utan, til að gefa mynd af
ástandi og nauðsynlegum framkvæmdum / viðhaldi. Skoðanir eru bæði ítarlegar sem og
einfaldar skoðanir.

Skoðanir eru framkvæmdar sjónrænt, og og eftir atvikum notast við rakamæli, hallamál og
hitamyndavél, eftir atvikum. Skoðun getur verið stöðluð einföld yfirferð til að gefa grófa
mynd, eða ítarleg skoðun og útlistun á mannvirki í heild eða hluta.

Skýrsla getur m.a. verið er þannig byggð upp að eign er skipt niður í byggingarhluta. Hverjum
hluta er lýst, þ.e. ástandi hans og hver viðhaldsþörfin er. Við þessa lýsingu fylgja gjarnan
myndir til að betra sé að átta sig á um hvað er fjallað. Síðast er svo tekinn saman kostnaður /
heildarkostnaðaráætlun þar sem hægt er að fá yfirsýn yfir kostnað. Kostnaðaráætlun er
byggð upp í sömu röð og skýrslan og eru liðir undir sömu númerum.

Tjónaskoðanir

Faglausn hefur tekið að sér tjónaskoðanir / möt fyrir tryggingafélög og einstaklinga.

Tjón geta m.a. verið, Gallar í nýsmíði (byggingastjóra trygging) brunatjón, vatnstjón,
hamfaratjón svo eitthvað sé nefnt.

Skoðunin inniheldur m.a. Stutt lýsing á hinu skemmda – Tildrög tjóns – Lýsing á skemmdum,
Verklýsing, hvað þarf að gera – Framkvæmd tjóns og annmarkar og kostnaðaráætlun.

Ástandsskoðanir og söluskoðanir

Faglausn bíður uppá staðlaða fasteignaskoðun við kaup eða sölu.

Fasteignaskoðun 2 er stöðluð skoðun þar sem matsmaður metur húsið sjónrænt og tekur
saman viðhaldsþörf miðað við stöðluð verð úr viðurkenndum verðbanka á byggingasviði.
Eigandi/umráðamaður fær yfirlit innan tveggja daga.

Hafa samband